Nýjast á Local Suðurnes

Búist við varasömum akstursskilyrðum á Reykjanesbraut með kvöldinu

Út­lit fyr­ir allt að 35 m/​s í hliðar­vindi á Reykja­nes­braut frá um klukk­an 18 í kvöld. Aus­andi rign­ing verður á svæðinu og vara­söm skil­yrði. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar. Þá eru þeir sem hyggja á ferðalög varaðir við því að vindur undir Hafnarfjalli getur orðið allt að 45 m/s.

Veður­horf­ur á land­inu næsta sól­ar­hring­inn eru svohljóðandi:

Vax­andi suðaustanátt í dag, 18-25 m/​s síðdeg­is, en held­ur hæg­ari N- og A-til á land­inu. Þurrt og bjart veður norðan heiða, ann­ars rign­ing með köfl­um. Hiti 7 til 16 stig, hlýj­ast á N-landi.

Suðaust­an 10-18 og rign­ing á morg­un, einkum SA-lands en áfram þurrt fyr­ir norðan. Hiti 6 til 13 stig.