Nýjast á Local Suðurnes

Gott mælanet Umhverfisstofnunar sýnir ekki mengun

Umhverfisstofnun hafa borist ábendingar um mengunarlykt og blámóðu í Reykjanesbæ undanfarna daga, en auk þess hefur þetta verið töluvert til umræðu á samfélagsmiðlum í ljósi þess að mengunin virðist ekki koma fram á mælum stofnunarinnar.

Leitast er við að svara spurningum varðandi þetta á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar og má sjá skýringar hér fyrir neðan:

Hvaða mengun er þetta?

Að mestu leyti mengun frá nýja hrauninu en einnig hefur brennisteinsvetni frá virkjuninni í Svartsengi verið að mælast í Reykjanesbæ 🏭

Þá daga sem ábendingar hafa borist hafa mælar ekki sýnt mikla gasmengun (SO2) úr nýja hrauninu.

Hins vegar getur SO2 gasið frá hrauninu hvarfast yfir í SO4 agnir. Þær agnir skapa þessa blámóðu og geta jafnvel valdið sviða í hálsi hjá viðkvæmu fólki.

Þessar SO4 agnir mælast á svifryksmælum sem mjög fínt svifryk. Mælingar mjög fínu svifryki (PM1) má sjá á svifryksmæli við ráðhúsið í Keflavík.

Við höfum gott mælanet gasmæla á Suðurnesjum en erum að vinna í því að þétta net svifryksmæla sem skynja brennisteinsagnir.

Fylgist með loftgæðum á https://loftgaedi.is