Nýjast á Local Suðurnes

Enginn áhugi á að sænga hjá Suðurnesjafólki

Enginn Suðurnesjamaður komst á umdeildan lista sem birtur er á vef DV yfir eftirsóttustu bólfélaga landsins, en listinn hefur vakið töluverða athygli og viðbrögð á samfélagsmiðlunum og sá leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem trónaði á efsta sæti listans, sig meðal annars knúna til þess að greina frá því að henni þætti umfjöllunin ósmekkleg, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Sem fyrr segir komst enginn Suðurnesjamaður á þennan vafasama og umdeilda lista ef frá eru taldir landsliðsmennirnir Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson, en einn álitsgjafi DV hafði áhuga á að sængja hjá öllu landsliðinu í knattspyrnu.

Rétt er að taka fram að umfjöllun DV var fyrst birt fyrir tæplega fjórum árum, en endurbirt í gær.