Nýjast á Local Suðurnes

Leoncie sendir Donald Trump hamingjuóskir

Söngdívan Leoncie er ánægð með úrslit kosningana í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Facebook-reikning Indversku prinsessunnar, en þann vettvang notar hún til að óska Trump til hamingju með sigurinn. Frá þessu er greint á vefsíðunni Skrýtið.net.

“Hið illa tapaði. Nú getur þú gert Ameríku frábæra aftur.” Segir söngkonan meðal annars, en færsluna í heild sinni er að finna hér fyrir neðan.

Áður hefur verið greint frá því að söngkonan vinsæla stefni á flutninga frá landinu. Spurning hvort stefnan sé sett á Bandaríki Norður Ameríku?