Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar taka á móti toppliði ÍR í kvöld

Njarðvíkingar fá ÍR-inga í heimsókn í annari deildinni í knattspyrnu í kvöld. ÍR-ingar hafa ekki tapað leik í deildinni í sumar og verður því á brattann á sækja fyrir þá grænklæddu sem verma 7. sætið.

Liðin léku tvo leiki í deildinni síðasta sumar og tapaðist fyrri leikurinn en sá síðari endaði með jafntefli.

Leikur Njarðvíkinga og ÍR hefst klukkan 19.15 á Njarðtaksvellinum og hvetjum við fólk til að mæta og styðja við bakið á Njarðvíkingum í baráttunni.