Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík lagði Hauka í spennuleik

Það var frábær síðari hálfleikur sem kom Grindavíkurstúlkum yfir í einvíginu gegn Haukum, en fyrsti leikur liðanna fór fram í Hafnarfirði í kvöld. Grindvíkingar voru 14 stigum undir þegar flautað var til síðari hálfleiks, 37-23 og staðan ekki góða gegn sterku liði Hauka sem fyrir leikinn hafði aðeins tapað einum leik í deildarkeppninni á tímabilinu.

Grindvíkinga hófu síðari hálfleikinn á gríðar sterkum varnarleik og söxuðu jafnt og þétt á forskot Hauka og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum um miðjan fjórða leikhluta. Eftir það var leikurinn í járnum og eftir æsispennandi lokamínútur höfðu Grindavíkurstúlkur sigur, 58-61.

Whitney Michelle Frazier átti flottan leik í kvöld og skoraði 24 stig fyrir Grindavíkurliðið, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerði 11.