Nýjast á Local Suðurnes

Þeim fækkar sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ

Lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta Reykjanesbæjar fyrir maí, júní og júlí mánuði 2016, voru kynntar á fundi Velferðarráðs á dögunum og bornar saman við sömu mánuði árið 2015. Líkt og undanfarna mánuði fækkaði umsóknum um endurnýjun á framfærslustyrk umtalsvert.

Fjárhagsaðstoð

Í maí 2016 var greitt til framfærslu kr. 13.084.164,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 117. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 17.000.780,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 155.
Í júní 2016 var greitt til framfærslu kr. 10.429.273,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 100. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 13.511.168,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 130.
Í júlí 2016 var greitt til framfærslu kr. 11.035.931,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 99. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 14.749.295,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 126.

Húsaleigubætur

Í maí 2016 var greitt kr. 31.103.672,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.614.575,- í húsaleigubætur.
Í júní 2016 var greitt kr. 30.203.683,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.638.259,- í húsaleigubætur.
Í júlí 2016 var greitt kr. 29.318.813,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.690.767,- í húsaleigubætur.