Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægur leikur hjá Keflavík í Laugardalnum í dag – Í beinni á Hljóðbylgjunni

Keflvíkingar ferðast í höfuðborgina í dag og leika gegn Fram á Laugardalsvellinum í Inkasso-deildinni í knattspyrnu. Liðið er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar og á enn veika von um að tryggja sér sæti í Pepsí-deildinni að ári, því er stuðningur áhorfenda í lokaleikjum deildarinnar afar mikilvægur.

Hljóðbylgjan fm 101,2 verður með beina útsendingu frá leiknum fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á völlinn og hefst útsending á upphitun klukkan 13:30, en flautað verður til leiks í Laugardalnum klukkan 14:00.

Þá er rétt að benda þeim getspöku á að hægt er að skjóta 1 x eða tveimur á leikinn hér, en góðir stuðlar eru í boði á íslensku leikina þrjá sem í boði eru.