Nýjast á Local Suðurnes

Stórleikur í 2. deildinni í dag – Víðir-Njarðvík í beinni!

Víðir tekur á móti Njarðvíkingum á Nesfiskvellinum í Garði klukkan 14 í dag. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, þar sem Njarðvíkingar geta tryggt sér sæti í Inkasso-deildinni að ári og Víðismenn eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í sömu deild.

Njarðvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar og Víðismenn í því þriðja, stigi á eftir Magna sem vermir annað sætið, þegar þrjá umferðir eru eftir.

Víðismenn bjóða upp á beina útsendingu frá leiknum á efnisveitunni Youtube, sem finna má hér fyrir neðan: