Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík enn á toppnum – Þróttur klifrar upp töfluna

Njarðvíkingar eru enn í efsta sæti 2. deild­ar­inn­ar knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Magna sem er í 2. sæti deildarinnar. Magni komst yfir með marki á 16. mín­útu leiksins, en Njarðvíkingar biðu fram í uppbótartíma með að skora jöfnunarmarkið, en það gerði Krystian Wikt­orowicz á 91. mín­útu.

Þróttur Vogum komst í annað sæti 3. deildarinnar með sigri á KF í kvöld, en leikið var á Vogabæjarvelli. Þða voru þeir Aran Nganpanya og Andri Björn Sigurðsson sem gerðu mörk heimamanna.