Nýjast á Local Suðurnes

Sigurbergur áfram hjá Keflavík – Stefnan sett á Pepsí-deildarsæti

Knattspyrnumaðurinn Sigurbergur Elísson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Keflavíkur til ársins 2018.  Sigurbergur hefur allann sinn feril leikið fyrir Keflavík.

Sigurbergur hefur spilað 86 leiki í deild og bikar fyrir Keflvíkinga og skorað í þeim 16 mörk.  Árið 2007 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Keflavík í efstu deild og var þá yngsti leikmaður sem hafði spilaði í þeirri deild frá upphafi en þá var hann 15 ára og 105 daga gamall, hann á að baki 3 leiki með U17 ára landsliði Íslands og skoraði í þeim 1 mark.

Í tilkynningu frá Keflvíkingum kemur fram að stefnan sé sett á sæti í Pepsí-deildinni á ný og að Sigurbergur sé einn af máttarstólpum liðsins í þeirri vegferð.