Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður týndist í flugstöðinni

Lögregla á Suðurnesjum var kölluð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun vegna ölvaðs flugfarþega. Hann var að koma frá Montreal og á leið til Parísar ásamt kærustu sinni. Þegar þau lentu í Keflavík kvaðst hún ekki hafa haft stjórn á honum og týnt honum. Hafði maðurinn drukkið mikið um borð í vélinni.

Maðurinn var sjáanlega ölvaður og órólegur þegar lögreglumenn höfðu tal af honum og var hann færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var látinn sofa úr sér.