Nýjast á Local Suðurnes

Telur að fjöldi milljarðamæringa muni mæta í Bláa lónið á árinu

Mynd: Bláa lónið

Stofnandi og eigandi ferðaskrifstofunnar Sienna Charles, Jaclyn Sienna India, spáir því að Ísland verði einn helsti viðkomustaður ríka og fræga fólksins árið 2019. India, sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðalög ofurríkra er afar hrifin af hinu nýja fimm stjörnu hóteli Bláa lónsins, The Retreat at Blue Lagoon.

Viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar eyða að meðaltali um 60 milljónum króna í hverja ferð sem fyrirtækið skipuleggur og því er eftir miklu að sækjast og óhætt að segja að auglýsingin sé góð fyrir hið nýja hótel Bláa lónsins. Ísland er að sögn India góður staður að heim­sækja bæði yfir sum­ar- og vetr­ar­tím­ann.

„Þar eru frá­bær­ar heilsu­lind­ir. Landið býður upp á fjöl­marg­ar spenn­andi ferðir fyr­ir ferðamenn og svo eru hót­el­in góð.“ Er haft eftir henni í tímaritinu Tatler, sem er hvað mest lesið af þeim sem vilja fylgj­ast með því allra besta í heim­in­um í dag.

“Ísland komst á kortið hjá hinum efnuðu eft­ir að fimm stjörnu hót­el Bláa lóns­ins opnaði.” Segir hún einnig – India mæl­ir með því hót­eli sem og þyrluflugi um landið.