Skoða lækkun leikskólagjalda
![Ráðhús RNB](https://i2.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2015/06/Ráðhús-RNB.jpg?resize=620%2C264)
Reykjanesbær hefur til skoðunar að lækka kostnað foreldra við Frístund og leikskóla vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid 19.
Í fundargerð Neyðarstjórnar sveitarfélagsins segir að flestar spurningar til þjónustuvers snúi að þessu undanfarna daga.
Einhver sveitarfélög hafa þegar tekið afstöðu til þessa, segir í fundargerðinni og að Reykjanesbær þurfi að taka ákvörðun.
Grindavíkurbær hefur ákveðið að þeir sem haldi börnum sínum heima þurfi ekki að greiða umrædd gjöld.