Nýjast á Local Suðurnes

Kláruðu Cyclothon með stæl – Fjallabræður reyttu af sér brandarana

Liðsmenn Team HS Orku kláruðu WOW-Cyclothon, eftir að hafa hjólað rúmlega 1350 kílómetra og fögnuðu áfanganum vel og innilega að hætti hússins.

“Þrátt fyrir óvænt skakkaföll, sem alltaf verða að fylgja svona keppni, sóttist ferðin vel. Það var mikið hlegið og margt varð til að stytta okkur stundir og brjóta upp þungu kaflana. Samstarf við förunauta okkar gekk vel. Fjallabræður WOW 2017 reyttu af sér brandarana í talstöðina.” Segir í Facebook-færslu hópsins, sem finna má hér fyrir neðan.