Nýjast á Local Suðurnes

Rallökumenn heppnir að enda ekki í höfninni – Myndband!

Bílanaustrallý Akstursíþróttafélags Suðurnesja fer fram nú um helgina og að venju var ekið um Keflavíkurhöfn, en sú rallýleið er ein sú skemmtilegasta sem ekin er í keppnum hér á landi og vekur jafnan mikla athygli.

Ökumennirnir Rúnar Ingi Garðarsson og Garðar Gunnarsson máttu teljast heppnir að enda ekki ökuferð sína í höfninni, þegar þeir misstu stjórn á bifreið sínni á sérleiðinni. Í myndbandinu má sjá atvikið frá sjónarhornu ökumannana.