Nýjast á Local Suðurnes

Gult í kortum – Trampólín að norðan gætu endað hér!

Veðurstofa spáir Norðan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s og vindhviður staðbundið yfir 30 m/s. Þá er gert ráð fyrir dálítilli él, einkum norðantil. Varasamar aðstæður til ferðalaga, sérílagi fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Lögreglan á Suðurnesjum gerir veðrið að umtalsefni á Facebook og biðlar til fólks að fara ekki í ferðalög.

Er þetta lognið á undan storminum?
Vonandi sleppur þetta að mestu hjá okkur en það er alveg ljóst að það er ekkert ferðaveður úti á landi á morgun. Stefnir í þannig hvassviðri fyrir norðan að trampólínin þeirra gætu endað hér í þessari blússandi norðanátt. Biðjum norðlendinga að ganga frá öllu lauslegu, segir lögreglan á Suðurnesjum á Facebook.