Nýjast á Local Suðurnes

Iceredneck býður bjór og löggan snappar

Ofursnapparinn og bílaflutningatrukkastjórinn Garðar Viðarson, eða Iceredneck, eins og hann kýs að nefna sig á hinum vinsæla samfélagsmiðli Snapchat skellir í skemmtilegan leik í tilefni af bjórdeginum svokallaða sem verður haldinn hátíðlegur um land allt á morgun, 1. mars, en þá eru liðin 28 ár síðan bjórinn var leyfður hér á landi.

Garðar heldur fólki þó í smá gíslingu varðandi þátttöku í leiknum, en fylgja þarf kappanum á SnapChat til þess að geta tekið þátt – Kappinn hefur þó ljóstrað því upp að þrír heppnir einstaklingar muni vinna sér inn 30 stykki af bjór hver – Bjórinn verður svo afhentur af Iceredneck sjálfum annað kvöld.

Þeir örfáu Íslendingar sem eiga eftir að bæta Iceredneck á vinalistann eru því hvattir til að gera slíkt hið snarasta.

Athyglisvert: Hér er ekki bjór í boði – En þó möguleiki á að vinna flottan pakka 

Þá hefur lögreglan á Suðurnesjum tilkynnt að þar á bæ muni menn berjast um vinsældir á snappinu, undir nafninu logreglanssl, en húsráðendur á Hringbrautinni vilja vera sýnilegir og í sambandi við alla, þar á meðal yngstu kynslóðina sem notar SnapChatið mikið til skrafs og ráðagerða – Hægt er að vingast við lögregluna með því að notast við myndina hér fyrir neðan.