Nýjast á Local Suðurnes

Lýsa yfir óvissu­stigi vegna jarðskjálfta á Reykja­nesi

Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga.

Í tilkynningu frá Almannavörnum eru íbúar hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.

Í tilkynningunni er þá bent á að nánar sé hægt að kynna sér varnir og viðbúnað á heimasíðu Almannavarna. Að sama skapi sé mikilvægt að kynna sér viðbrögð við jarðskjálftum, en þær upplýsingar má finna hér.