Nýjast á Local Suðurnes

Opinn fundur með dómsmálaráðherra

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, mun mæta á opinn fund, á vegum Sjálfstæðisflokksins, þriðjudaginn 16. maí næstkomandi klukkan 20:00.

Þar mun hann fyrir yfir mikilvæg málefni sem snerta sveitarfélagið okkar s.s. útlendingamál, löggæslumál, landhelgisgæsluna og fleira, segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimili flokksins í Grófinni 8. Það verður heitt á könnunni og allir eru velkomnir, segir í tilkynningunni.