Nýjast á Local Suðurnes

Jón Axel og Kristinn frábærir þegar Ísland tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM

Jón Axel Guðmunds­son var stiga­hæsti maður leiks­ins með 16 stig, Þegar íslenska U20 landsliðið lagði Pólland að velli 62-60 í lokaleik riðlakeppni EM. Njarðvíkingurinn Krist­inn Páls­son átti einnig mjög góðan leik í dag, en hann skoraði 8 stig og tók 10 frá­köst.

Sigurinn í dag varð til þess að liðið varð efst í riðlinum og komast þar með í átta liða úrslit þar sem strákarnir mæta Georgíu.