Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkuræðin farin í sundur

Njarðvíkuræðin svokallaða, stofnæð hitaveitu frá Svartsengi, er far­in í sund­ur.  Mik­il gufa stíg­ur nú upp frá Njarðvíkuræðinni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu.

Skömmu eft­ir að gufa steig upp kom svart­ur mökk­ur upp frá Njarðvíkuræðinni. Fyllt hefur verið á tanka HS Veitna við Fitjar, en búast má við að heitavatnslaust verði á Suðurnesjum á næstu klukkustundum.