Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut lokað fyrir umferð frá Suðurnesjum

Lokað verður fyrir umferð um syðri akbraut Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Ásbrautar miðvikudaginn 2. ágúst og fimmtudaginn 3. ágúst frá kl. 19.00 hvort kvöld og fram á nótt vegna malbikunarframkvæmda.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áréttar að um sé að ræða lokun fyrir umferð frá Suðurnesjum. Merkt hjáleið fyrir umferð er um Vallahverfi í Hafnarfirði.