Nýjast á Local Suðurnes

Forsetaheimsókn í Reykjanesbæ – Fólk og fyrirtæki hafi hreint í kringum sig

Mynd: Íslandsstofa

Forsetahjónin, Guðni Th.Jóhannesson og Elíza Reid, koma í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar næstkomandi fimmtudag, 2. maí, og föstudag, 3. maí og hvetur bæjarstjóri Reykjanesbæjar íbúa bæjarins til þess að hafa sitt nærumhverfi snyrtilegt og flagga íslenska fánanum þar sem hægt er.

Dagskrá heimsóknarinnar verður kynnt á næstu dögum en ljóst er að forsetahjónin munu líta í heimsókn í Skólamat við Iðavelli og hvetur bæjarstjórinn fyrirtækjaeigendur á því svæði sérstaklega til þess að taka til.