Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarvargur klippir á ljósleiðarastrengi og tekur brunakerfi úr sambandi

Klippt var á ljósleiðarastrengi og fjarskiptakapla Kapalvæðingar á Ásbrú í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks varð netsambandslaus. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Kapalvæðingar, en þar á bæ hvetja menn íbúa til að fylgjast með umferð í kringum ákveðin fjölbýlishús.

Þá er tekið fram að ekki sé einungis klippt á netkapla heldur séu brunakerfi og dælur fyrir ofnakerfi fjölbýlishúsa einnig tekin úr sambandi.

Kapalvæðing heitir þeim sem veita upplýsingar sem leiða til þess að skemmdarvargarnir finnist ókeypis nettengingu og sjónvarpsáskrift.