Nýjast á Local Suðurnes

Veittu fugli eftirför og endurheimtu “stolið” veski

Lögreglumenn í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum veittu mávi sem flaug fyrir ofan lögreglubifreið þeirra athygli í eftirlitsferð í gær. Í fyrstu fannst þeim eins og að mávurinn væri með dýr í gogginum en þegar betur var að gáð sáu þeir að um veski var að ræða. Þeir veittu mávinum eftirför og náðu honum skammt frá þar sem hann lenti til að kíkja á feng sinn.

Í veskinu voru skilríki og var hægt að hafa samband við eigandann. En hann hafði séð mávinn fljúga á brott með veskið sitt.