Nýjast á Local Suðurnes

Bílastæðafyrirtækjum fjölgar á Keflavíkurflugvelli

Enn bætist í flóru fyrirtækja sem þjónusta við ferðalanga sem kjósa að skilja bíla sína eftir á Keflavíkurflugvelli þegar ferðast er frá landinu.

Fyrirtækið BaseParking hóf að bjóða ferðalöngum upp á ódýra bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli í júní á síðasta ári, en þjónustan virkar þannig að ferðalangar aka upp að Leifsstöð þar sem bílstjóri frá BaseParking tekur við bílnum og leggur honum á bílastæðið fyrirtækisins á Ásbrú. Bílnum er svo skiað við flugstöðina þegar ferðalangar snúa til baka.

Fyrirtækið Smart Parking hóf að bjóða sömu þjónustu á dögunum, en fyrirtækið hefur stæði til umráða í Reykjanesbæ. Þá býður rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, Isavia, upp á svipaða þjónustu.

Forsvarsmenn fyrirtækisins BaseParking ehf. hafa lagt inn kvörtun til samkeppniseftirlitsins vegna framkomu Isavia í þeirra garð, en forsvarsmenn fyrirtækisins segja ríkisfyrirtækið leggja stein í götu þeirra við hvert tækifæri, meðal annars með tilraunum til að leggja sektir á fyrirtækið fyrir að nota stæði við flugstöðina og að bjóða upp á sömu þjónustu og BaseParking geri.

Verðskrár fyrirtækjanna þriggja eru misjafnar, en þær má sjá hér fyrir neðan:

Verðskrá Base Parking

Verðskrá Isavia

Verðskrá Smart Parking