Nýjast á Local Suðurnes

Rapparinn Sigga Ey slær í gegn með Sesar A

Sigga Ey tók þátt í Ísland got talent - Mynd: Rúv

Keflvíski rapparinn Sigga Ey var ekki lengi að ákveða sig þegar rapparinn Sesar A hafði samband við hana og bauð henni að ljá nýju lagi, Hugsa tvisvar, rödd sína.

Sigga Ey segir að lagið, sem finna má hér fyrir neðan, fjalli að einhverju um hana sjálfa en en hún leyfir sko engum að vaða yfir sig.

“Að alast upp í Keflavík, sem er nett gettó hefur kennt mér einn eða tvo hluti m.a að vera trúr þér og þínum.” Segir Sigga Ey við Albúmm.