Nýjast á Local Suðurnes

Stór árgangur kallar á stækkun leikskóla

Ákveðið hefur verið að stækka leikskólann Holt í Innri-Njarðvík og fjölga plássum á tveimur leikskólum til viðbótar þar sem árgangur barna sem fædd eru árið 2020 er óvenju stór.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fræðslusviði Reykjanesbæjar, en innritun þessa árgangs í leikskóla stendur nú yfir.

Þar sem árgangur 2020 er óvenju fjölmennur hefur verið ákveðið að stækka leikskólann Holt í Innri-Njarðvík og bætast þar við 36 pláss sem verða tilbúin í lok ágúst og hefur þegar verið auglýst eftir starfsfólki. Einnig hefur verið fjölgað plássum á leikskólunum Akri og Velli, segir í tilkynningu.