Nýjast á Local Suðurnes

Átta þúsund fermetra Stapaskóli verður tilbúinn um mitt ár 2020

Ríkiskaup hafa, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óskað eftir tilboðum í verkframkvæmdir vegna nýs grunnskóla við Dalsbraut 11-13 í Reykjanesbæ.

Heildarstærð fyrsta áfanga grunnskólans er brúttó um 7.700 m². Skólinn er á tveimur hæðum auk tæknikjallara og tæknirýmis sem telst til þriðjuhæðar.  Tilboð í framkvæmdina verða opnuð í lok nóvembermánaðar og verkinu skal skilað þann 15. júní árið 2020. 

Innkaupaferli Ríkiskaupa og Reykjanesbæjar, vegna  verkhönnunar og verkframkvæmdar við byggingu Stapaskóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ var stöðvað í sumar eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála þar sem lægstbjóðandi í verkefnið, verktakafyrirtækið Munck, krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði „ferli samkeppnisviðræðna“ með kæru til nefndarinnar. Reykjansbær samdi um greiðslu skaðabóta til fyrirtækisins skömmu síðar.