Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamönnum í sóttkví fjölgar hratt – Tuttugu og þrjú staðfest smit

Suðurnesjamönnum sem þurfa að sæta sóttkví fjölgar hratt um þessar mundir, en samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, Covid.is, kemur fram að 245 einstaklingar sæti sóttkví. Í gær voru 141 Suðurnesjamaður í sóttkví.

Tuttugu og þrjú staðfest smit eru á svæðinu, en þau voru 19 í gær. Alls eru 473 smit staðfest á landinu öllu, langflest á höfuðborgarsvæðinu.