Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmenningardagurinn haldinn hátíðlegur á laugardaginn

Fjölmenningardagurinn verður haldinn hátíðlegur í Bókasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 4. júní kl. 12:00. Boðið verður upp á margvíslegar kynningar, s.s. þjóðakynningu, kynningu á Lingua café og kynningu á móðurmálskennslu í Myllubakkaskóla.

Tónlistaratriði koma frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og boðið verður upp á kaffi og íslenskt meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir.