Nýjast á Local Suðurnes

Orkurallið 2016: Ekið um Keflavíkurhöfn á föstudagskvöld

Orkurallið 2016 fer fram á Suðurnesjum um helgina og munu flestir af bestu rallökumönnum landsins taka þátt. Hápunktur keppninnar verður við Keflavíkurhöfn á föstudagskvöldið, en þar gefst áhorfendum kostur á að sjá flott tilþrif við flottar aðstæður.

Á meðal leiða sem eknar verða eru Nikkelsvæðið, Stapafell og Djúpavatn auk Keflavíkurhafnar eins og áður sagði, keppni líkur svo á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði, þar sem verðlaunaafhending mun fara fram.

Ræst verður frá Smiðjuvöllum á föstudag klukkan 18, en þar gefst áhugasömum kostur á að skoða bílana sem taka þátt, þá er einnig hægt að sjá viðgerðarmenn að störfum við Byko í Reykjanesbæ um klukkan 21 á föstudagskvöld.