Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á metanólframleiðslu á Reykjanesi

Swiss Green Gas International stefnir á að hefja metanólframleiðslu á Reykjanesi, en Skipulagsstofnun hefur óskað umsagnar vegna vegna þessa. Fyrirhuguð framleiðsla mun fara fram á lóð sem er innan Auðlindagarðsins við Reykjanesvirkjun, við hlið fyrirhugaðrar vetnis- og metanframleiðslu á sama svæð.

Reykjanesbær gerir ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið takur til, valkosti sem lagt verði mat á, gagnaöflun, hvernig unnið verði úr gögnunum til að meta umhverfisáhrif og hvernig þau eru sett fram, segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins.

Matsáætlun byggir á rekstri metanólverksmiðju við eðlilegar aðstæður og áhrif verksmiðjunnar á náttúru en ekki möguleg áhrif náttúru á framleiðslu metanóls innan eldvirks svæðis. Vinna þarf áhættumat, segir einnig í fundargerðinni.