Nýjast á Local Suðurnes

Jón Arnór yfirgefur Njarðvík

Mynd: Kkd. Njarðvíkur

Jón Arnór Sverrisson leikmaður meistaraflokks karla hjá Njarðvík í körfuknattleik hefur óskað þess að losna undan samningi við félagið. Stjórn Njarðvíkur hefur orðið við beiðni Jóns og mun hann því halda á önnur mið.

Jón Arnór er uppalinn Njarðvíkingur og vissulega eftirsjá að honum, segir í tilkynningu frá Njarðvík, en auk þess segir að ástæða þess að Jón vill lausnar samnings sé sú að hann vill fá fleiri tækifæri og stærra hlutverk á vellinum að eigin sögn.  Jón Arnór er fjölhæfur íþróttamaður og stundaði meðal annars knattspyrnu allt síðasta sumar og ítrekar stjórn eftirsjá sína af honum en um leið er Jóni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

“Um leið þökkum við Jóni allt sem hann hefur áorkað með klúbbnum minnum við á að faðmur Ljónagryfjunar er ávallt opin endurkomu heim.” Segir í tilkynningu frá Njarðvíkingum.