Frábær árangur hjá sundfólki ÍRB á bikarmóti SSÍ

Bikarkeppni Sundsambands Íslands fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ um helgina og er óhætt að segja að lið Reykjanesbæjar hafi staðið sig vel, en liðin sigruðu í 1. deild kvenna og karla, auk sigurs í 2. deild kvenna.
Þá setti lið Reykjanesbæjar Íslandsmet í 4×100 metra skriðsundi. Það voru Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason sem syntu fyrir ÍRB.

Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason settu Íslandsmet í 4×100 metra skriðsundi
Lokastöðu deildanna má sjá hér fyrir neðan:
1. deild kvenna:
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 15.172
Sundfélag Hafnarfjarðar 14.064
Sundfélagið Ægir 12.218
Íþróttabandalag Reykjavíkur 11.876
Íþróttabandalag Akraness 10.848
UMSK 9.873
1. deild karla:
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 15.627
Sundfélag Hafnarfjarðar 14.967
UMSK 13.338
Íþróttabandalag Reykjavíkur 11.942
Íþróttabandalag Akraness 10.170
Sundfélagið Ægir 9.081
2. deild kvenna
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 10.489
Sundfélag Hafnarfjarðar 9.800
Íþróttabandalag Reykjavíkur 9.377
2. deild karla
Sundfélag Hafnarfjarðar 8575
Íþróttabandalag Reykjavíkur 7550