Nýjast á Local Suðurnes

Starfsemi verktaka við breytingar á Bláa lóninu stöðvuð af skattstjóra

Full­trú­ar rík­is­skatt­stjóra, með aðstoð lög­regl­unn­ar, stöðvuðu í vik­unni starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins BH-10 ehf., sem var ný­lega orðið und­ir­verktaki Já-­verks við framkvæmdir við Bláa lónið. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð vegna van­gold­inna skatta upp á rúm­ar 100 millj­ón­ir króna.

BH-10 var einnig með starf­semi á höfuðborgarsvæðinu, með alls 32 starfs­menn á þess­um tveim­ur stöðum. Framkvæmdarastjóri Já-verks seg­ir, í samtali við mbl.is, að fyr­ir­tækið muni ekki starfa áfram fyr­ir þá, á meðan mál þess hjá yf­ir­völd­um sé óút­kljáð.