Nýjast á Local Suðurnes

Reynir Sandgerði á góðri siglingu – Unnu sinn þriðja leik í röð

Reynir Sandgerði hefur nú unnið þrjá leiki í röð í þriðju deildinni í knattspyrnu, en liðið lagði Davík/Reyni að velli í dag 2-1.

Ivan Jugovic skoraði fyrsta markið áður en Tomislav Misura bætti við. Staðan var 2-0 í hálfleik, Reynir/Dalvík náði svo að minnka muninn í síðari hálfleik. Gott gengi að undanförnu hefur komið Reyni af botninum og upp í sjötta sæti deildarinnar með 9 stig.