Nýjast á Local Suðurnes

Heimildamynd um listahátíðina Ferska vinda

Fjölmargir listamenn koma að listahátíðinni Ferskir Vindar

Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður í Garði vann að upptökum í heimildamynd um listahátíðina Ferska vinda. Myndin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins þegar hún verður fullbúin. Það er mikilvægt að safna heimildum um slíka viðburði og halda þeim til haga. þetta kemur fram í pistli Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs sem birtur er á heimasíðu sveitarfélagsins.

Guðmundur hefur lagt mikið af mörkum í þeim efnum, bæði við gerð kvikmynda um Garðinn og íbúana og eins hefur hann safnað miklu magni ljósmynda um sögu byggðarlagsins. Hann vinnur að því að gera þetta efni aðgengilegt fyrir almenning.  Guðmundur er því einn þeirra listamanna sem vann að listsköpun meðan listahátíðin stóð yfir.