Nýjast á Local Suðurnes

Níundu bekkingar reyndust neikvæðir

Allir nemendur í 9. bekk Akurskóla sem voru í sóttkví, nema einn, hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19, eftir að smit kom upp á unglingastigi fyrir helgi. Allir reyndust neikvæðir sem fóru í sýnatökuna, segir í tilkynningu á vef skólans.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að því miður hafi einn nemandi í 7. bekk greinst jákvæður fyrir Covid-19 þannig að heildarfjöldi smita er nú 12.