Lét sig húrra í átt að gosinu með svifvæng
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir ömurlegt að vita til þess að einstaka flugmenn virði ekki tilmæli lögreglu og haldi sig frá hættusvæðum, eftir að tveimur þyrlum var lent á hættusvæði við eldgosið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar kemur einnig fram að litlu hafi mátt muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður lét sig „húrra fram af fjallinu“ með svifvæng, að sögn lögreglu. Litli-Hrútur er inn á skilgreindu bannsvæði og almenningi því óheimilt að fara á fjallið.
Þá kemur fram að gönguleiðir að eldgosinu verði opnar til klukkan 18 í dag og er opið inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi.