Nýjast á Local Suðurnes

Fórnaði úlpunni fyrir gæs með frosinn gogg

Lögreglunni á Suðurnesjum barst nokkuð óvenjuleg tilkynning frá vegfarenda sem hafði rekist á gæs með frosinn gogg. Vegfarandinn lagði til hlýja úlpu sem gæsinni var pakkað inn í. Lögreglumenn komu svo gæsinni í skjól á lögreglustöð á meðan þess er beðið að goggurinn þiðni.

Lögregla greindi frá þessu óvenjulega útkalli á Facebook-síðu sinni:

Við munum eftir frostavetrinum mikla 2023 en þá fundum við þessa öðlings gæs á vappi. Eitthvað var henni kalt greyinu og var hún með gogginn frosinn lokaðan. Árvökull vegfarandi sem lét okkur vita lagði til þessa fínu úlpu sem henni var svo pakkað í og færð inn í hlýjuna. Nú kúrir hún á gólfinu hjá okkur og bíður þess að goggurunn þiðni.
Hún biður að heilsa öllum og minnir fólk á að klæða sig vel.