Telja sig vita hvar franska stúlkan er niðurkomin
Lögreglan á Suðurnesjum telur sig búna að staðsetja frönsku stúlkuna Louise Soreda sem lýst var eftir í gær. Nú er beðið eftir staðfestingu frá ákveðnu ferðaþjónustufyrirtæki um hvort hún sé á þeim stað sem talið er.
Þetta segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglumaður hjá lögreglunni Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Hann segir hana ekki staðsetta á höfuðborgarsvæðinu en vill að svo stöddu ekki gefa frekari upplýsingar um líklega staðsetningu hennar.