Nýjast á Local Suðurnes

Milljarður til hluthafa Blue Car Rental

Rekstur Blue Car í Reykjanesbæ gekk vel á síðasta ári, en félagið nærri þrefaldaði hagnað sinn á milli ára og skilaði hagnaði upp á tæplega 1,7 milljarða króna.

Fyrirtækið mun greiða út einn milljarð króna í arð til hluthafa sinna, samkvæmt úttekt RÚV á rekstri bílaleiga.