Nýjast á Local Suðurnes

Öspin fékk veglegar gjafir frá Blue car rental

Á dögunum fékk sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla veglega gjöf frá bílaleigunni Blue car rental. Magnús Þorsteinsson, Guðrún Sædal Björgvinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson komu færandi hendi og gáfu nemendum, húfu, vettlinga og spjaldtölvur sem þeir munu hafa aðgang að í Ösp.

Njarðvíkurskóli þakkar kærlega fyrir þessa velvild á heimasíðu sinni og segir það vera ómetanlegt að hafa slíka góðvild í skólasamfélaginu.