Nýjast á Local Suðurnes

Toguðu í spotta á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum fékk góða gesti í heimsókn í morgun, sem björguðu annars daufum mánudagsmorgni á stöðinni, þegar krakkar af leikskólanum Holti í Reykjanesbæ litu við. Krakkarnir fengu að kíkja á lögreglubíl og fengu flotta fræðslu um störf jaxlanna sem skipa þetta öfluga lögreglulið.

Þá toguðu krakkarnir í spotta á lögreglustöðinni, í fyllstu merkingu þess orðs, en krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu lögreglumennina í reiptogi.

Sjá má allt um þessa skemmtilegu heimsókn í máli og myndum í Fésbókarfærslu lögreglunnar hér fyrir neðan.