Nýjast á Local Suðurnes

Tveir titlar í hús á HM íslenska hestsins

Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi á Stafnesi voru rétt í þessu að tryggja sér heimsmeistaratitil í tölti á HM íslenska hestsins sem haldið er í Hollandi.

Áður urðu þau heimsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum og í öðru sæti í fjórgangi, þar var um hörku baráttu að ræða og munaði aðeins 0,03 á fyrsta og öðru sætinu.