Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara efst eftir dag 1 – 20.000 manns horfðu á keppnina í beinni

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í efsta sæti í undankeppni Heimsleikana í crossfit sem fram fer í Madríd um helgina. Þrír íslenskir keppendur eru taka þátt í kvennaflokki og raða þær sér í þrjú efstu sætin eftir fyrsta dag.

Um 20.000 manns horfðu á Ragnheiði Söru sigra fyrstu greinina í morgun og lenda í öðru sæti í annari grein, sá árangur dugði henni til að ná forystu í keppninni eftir þennan fyrsta dag.

Efstu sætin á mótinu veita keppnisrétt á Heimsleikunum í íþróttinni, sem fram fara í Bandaríkjunum í sumar. Hér má sjá keppnina í beinni útsendingu á morgun en Sara hefur keppni klukkan 10:55.