Nýjast á Local Suðurnes

U18 landsliðið Norðurlandameistari í körfu – Suðurnesjadrengir stóðu sig vel

Íslenska landsliðið í körfuknattleik, skipað leimönnum undir 18 ára aldri, tryggðu sér Norðurlandameistaratitilinn með sigri á Finnlandi í úrslitaleik 101-72. Nokkrir Suðurnesjamenn leika með liðinu og stóðu þeir sig með sóma.

KR-ingurinn Þórir Þorbjarnarson var valinn í úrvalslið mótsins í U18, hann átti frábært mót og að öðrum ólöstuðum fór fyrir liðinu í leiknum gegn Finnum í dag með 33 stig og 6 fráköst. Njarðvíkingarnir Adam Ásgeirsson og Jón Arnór Sverrisson skiluðu sínu að vanda, Adam skoraði 12 stig, tók 5 fráköst og átti 5 stoðsendingar og Jón Arnór skoraði 10 stig og tók 4 fráköst. Grindvíkingar eiga sinn fulltrúa í liðinu, Ingva Þór Guðmundsson, sem eins og Jón Arnór skoraði 10 stig og tók 4 fráköst.

Þjálfari liðsins er Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson.