Nýjast á Local Suðurnes

Allir útskrifaðir af spítala eftir árekstur á Grindavíkurvegi

Allir sjö sem fluttir voru á sjúkrahús eftir árekstur á Grindavíkurvegi í gær eru útskrifaðir, en meiðsli fólksins voru minniháttar. Þrír voru flutt­ir á Land­spít­al­ann eft­ir slysið og fjórir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um eru þeir út­skrifaðir þaðan.

Til­drög slyss­ins eru til rann­sókn­ar en talið er að einn bíll hafi verið á öf­ug­um veg­ar­helm­ingi og það hafi valdið slys­inu.